Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Er Bubbi að selja sig eina ferðina enn??

Er ekki eitthvað loðið við að allt verði bara ókeypis á laugardaginn,tónleikar,húsdýragarður,sund og fleira fyrir foreldra og börn ? (af hverju ekki að hafa þetta á Sunnudeginum? ). Er ekki bara verið að reyna að eyðileggja mótmælin ? Við meigum ekki láta það gerast ! Hver stendur á bak við tónleikana? Er það eingöngu Bubbi ?  Er hann orðin svona ráðandi í þjóðfélaginu?  Var hann ekki arfavitlaus í sjónvarpinu um daginn og á leið að tapa öllu sínu? Kippti einhver í spotta?  Að hann skuli voga sér að reyna að eyðileggja mótmælin á næstkomandi laugardag sýnir hvað hann er kominn langt frá sínum uppruna.....


Börnin mín eru föst í Kaupþingbanka!

Ég hef verið með allt mitt í Kaupþing og börnin mín líka. Í dag skammast ég mín fyrir bankann minn og ætlaði að koma mér í burtu. En börnin mín fá ekki að losna vegna þess að bækurna þeirra eru bundar í 18 ár og Kauþing starfsmaður sagði við mig að það væri farið eftir LÖG OG REGLUM þannig að börnin mín sitja eftir þar....ekki séns að losa bækur þeirra.

...en ég veit hvenær mamma á afmæli!

Var úti að borða með 7 ára vinkonu minni. Hún á mjög erfitt með að muna hvenær hún á afmæli og ég spyr hana í hvert skipti sem við hittumst hvort hún sé búin að læra afmælisdaginn sinn. Hún svarar mér neitandi en segist muna hvenær mamma hennar eigi afmæli. " Mamma mín á afmæli 17. apríl í ágúst ". (mamma hennar á afmæli í nóv.) Ekkert smá funny!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband